Næstu vikur býður Karatefélagið upp á hópkataæfingar annann hvorn sunnudag fram að jólafríi. Iðkendur með appelsínugult belti og hærra eru hvattir til að nýta sér æfingarnar.
Æfingarnar fara fram milli 11 og 12 í íþróttahúsinu Jaðarsbökkum. Næstu æfingar eru 17. nóvember, 1. desember og 15. desember.
Foreldrar barna sem taka þátt í hópkataæfingunum geta gengið í þennan hóp á Facebook.