75. Ársþing ÍA var haldið í Hátíðarsal ÍA að Jaðarsbökkum fyrr í kvöld. Þingforseti var kjörinn Hörður Ó. Helgason. Ársskýrsla framkvæmdastjórnar ÍA 2018 var lögð fram af formanni ÍA, Marellu Steinsdóttur, og má skoða hana hér.
Fram kom að rekstur ÍA og aðildarfélaga er með miklum ágætum og mikillar bjartsýni gæti með framhaldið, sérstaklega þegar litið er til þeirra miklu framkvæmda sem nú eru á íþróttamannvirkum bæjarins. Þær breytingar urðu á varastjórn ÍA að Ragnhildur Inga Aðalsteinsdóttir og Pálmi Haraldsson gáfu ekki kost á sér og eru þeim þökkuð góð og farsæl störf fyrir Íþróttabandalagið. Ný í varastjórn voru kjörin þau Hallbera Jóhannesdóttir og Gísli Karsson og eru þau boðin hjartanlega velkomin til starfa.
Íþróttabandalag Akranes veitti ellefu aðilum Bandalagsmerki ÍA fyrir vel unnin störf fyrir íþróttahreyfinguna á Akranesi. Þau sem heiðruð voru eru þau:
Dipu Gosh, Guðný Tómasóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Halldór Jónsson, Helgi Magnússon, Jóhannes Guðjónsson, Jónas Hallgrímur Ottósson, Jón Ármann Einarsson , Kristmar Páll Sigurðsson, Ólöf Guðmundsdóttir og Sigurður Arnar Sigurðsson.
Þá tók Þráinn Hafsteinsson, fulltrúi ÍSÍ til máls og bar fyrir kveðjur stjórnar ÍSÍ. Hann veitti einnig þeim Sigurði Arnari Sigurðssyni, Eydísi Líndal Finnbogadóttur og Trausta Gylfasyn gullmerki ÍSÍ fyrir mikil og vel unnin störf fyrir ÍA og íþróttahreyfinguna á Íslandi. Helga Sjöfn Jóhannesdóttir fékk silfurmerki ÍSÍ fyrir vel unnin störf fyrir Íþróttabandalag Akraness.