ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Tólf félög hlutu styrk úr styrktarsjóð Skagans 3X og Þorgeirs & Ellerts hf

Tólf félög hlutu styrk úr styrktarsjóð Skagans 3X og Þorgeirs & Ellerts hf

03/04/19

Skaginn3X_logo_lit_pos_1

Úthlutað hefur verið úr styrktarsjóð Skagans 3X og Þorgeirs & Ellerts hf fyrir árið 2019. Fulltrúar í sjóðsstjórn hafa yfirfarið fyrirliggjandi umsóknir í samræmi við markmið sjóðsins sem er að efla faglegt starf og gæði við þjálfun ungra afreksmanna er keppa undir merkjum ÍA, þar sem horft er til allra aðildarfélaga ÍA og bæði stúlkna og drengja. Stuðningurinn er einungis ætlaður sem viðbót við núverandi barna- og unglingastarf og ekki ætlaður til frekari fjárfestinga innan íþróttahreyfingarinnar.

Alls bárust sextán umsóknir frá aðildarfélögum Íþróttabandalags Akraness.

Þau aðildarfélög sem hlutu styrk að þessu sinni eru:

Badmintonfélag Akraness

Fimleikafélag Akraness

Golfkúbburinn Leynir

Hestamannafélagið Dreyri

Hnefaleikafélag Akraness

Karatefélag Akraness

Keilufélag Akraness

Klifurfélag Akraness

Knattspyrnufélag ÍA

Knattspyrnufélagið Kári

Körfuknattleiksfélag ÍA

Vélhjólaíþróttafélag Akraness

Miklar vonir eru bundnar við að þau verkefni sem hlutu styrk að þessu sinni muni efla íþróttastarf barna og unglinga á Akranesi, bæjarbúum og bæjarfélagi til heilla

Íþróttabandalag Akraness þakkar Skaganum hf., Þorgeiri og Ellert hf. og starfsmönnum þeirra fyrir stuðninginn og þann stórhug fyrirtækin sýna. Stuðningurinn mun án efa bæta gæði og faglega vinnu í íþróttastarfinu á Akranesi.

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content