ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Svefn og íþróttir – hádegisverðarfundur

Svefn og íþróttir – hádegisverðarfundur

18/03/19

#2D2D33

Miðvikudaginn 20. mars kl.12-13 verður haldinn hádegisfundur í E-sal Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal í samvinnu við deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda innan Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Yfirskrift hádegisfyrirlestursins er svefn og íþróttir.

Talsverð umræða hefur verið um mikilvægi svefns fyrir almenning en hann er enn mikilvægari þegar að horft er til íþróttafólks sem er í íþróttum til að ná árangri. En hvað gerist þegar við sofum? Af hverju er svefninn mikilvægur? Hvernig er með þá sem æfa á morgnana, hefur morgunæfingin áhrif á svefninn? Hvaða reynslu hefur ólympíufarinn og afreksíþróttakonan Hrafnhildur Lúthersdóttir á morgunæfingum?

  • Dr. Erlingur Jóhannesson fjallar almennt um svefn og mikilvægi hans og hvað á sér stað í líkamanum á meðan við sofum.
  • Dr. Sigríður Lára Guðmundsdóttir kynnir niðurstöður rannsókna á svefnvenjum ungra íslenskra sundmanna.
  • Hrafnhildur Lúthersdóttir mun svo veita innsýn og reynslu afrekssundkonu á málefnið.

Opið verður fyrir umræður í lokin. Streymt verður frá viðburðinum.

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content