Í september býður Bresi nýjum iðkendur að prófa blak án endurgjalds. Æfingar hjá Bresa eru haldnar á Jaðarsbökkum mánudagskvöld kl. 19:30-21:00, miðvikudagskvöld frá kl. 19:30 til 21:30 og sunnudaga frá kl.16:00 til 18:00.
Starfsemi Bresa hefur undanfarin ár eingöngu miðast við svokallað öldungablak sem þýðir að þær sem stunda æfingar eru flestar á aldrinum 25- 60 ára, sem þó er ekki skilyrði. Um 30 iðkendur eru skráðir í félagið.
Blak er einstaklega skemmtileg og fjörug íþrótt og ekki skemmir félagsskapurinn fyrir.
Það er velkomið að hafa samband við formann félagsins í síma 847-0585 ef spurningar vakna annars bara mæta á æfingu á æfingartíma og við tökum vel á móti þér 🙂
Hlökkum til að sjá sem flesta í september!