Nú er íþróttastarf vetrarins að fara af stað hjá aðildarfélögum ÍA. Á heimasíðum aðildarfélaganna er að finna nánari upplýsingar um einstaka flokka, þjálfara, æfingagjöld ofl. Skráning iðkenda og greiðsla æfingagjalda fer að langmestu leiti fram á internetinu í gegnum Nóra https://ia.felog.is/ og þar sést líka hvað er í boði fyrir hvern og einn.
Ef þið viljið prófa einhverjar greinar þá er það líka sjálfsagt, hafið bara samband við forsvarsmenn félaganna og fáið að mæta og sjá hvort greinin hentar ykkur eða ykkar barni.
Við minnum á að Akraneskaupstaður styrkir frístundaiðkun allra barna og unglinga á aldrinum 6-18 ára sem hafa lögheimili á Akranesi. Tómstundaframlagið gildir fyrir þau börn sem verða 6 og 18 ára á árinu (börn fædd 2012-2000 árið 2018) og er sótt um það í gegnum Nóra. Árið 2018 er tómstundaframlagið kr. 35.000 fyrir eitt barn, kr. 39.375 fyrir hvert barn þar sem tvö börn eru skráð með sama lögheimili og kr. 44.479 fyrir hvert barn þar sem þrjú eða fleiri börn eru skráð með sama lögheimili.