Snædís Logadóttir hafði nýlega tímabundin félagaskipti frá FH til ÍA á lánssamningi út keppnistímabilið. Snædís er tvítugur leikmaður sem er ætlað að fylla skarð leikmanna sem eru að fara til Bandaríkjanna í háskólanám um þessar mundir.
Þess má til gamans geta að Snædís er dóttir Loga Ólafssonar, þjálfara Víkings R, sem er Skagamönnum vel kunnugur sem þjálfari mfl karla á sínum tíma.
Við viljum bjóða Snædísi velkomna til liðs við KFÍA í sumar.