ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Skagastelpur unnu góðan útisigur á ÍR í Inkasso-deildinni

Skagastelpur unnu góðan útisigur á ÍR í Inkasso-deildinni

25/07/18

#2D2D33

Meistaraflokkur kvenna fór í heimsókn í Breiðholtið í kvöld þegar liðið heimsótti ÍR í Inkasso-deildinni. Skagastelpur eiga enn von um að komast upp í Pepsi-deildina en ÍR er í botnbaráttu deildarinnar svo hvorugt liðið mátti við tapi í leiknum.

Það kom líka í ljós snemma í fyrri hálfleik og bæði lið börðust af krafti í leiknum. Fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós strax á 11. mínútu en þá skoraði Heiðrún Sara Guðmundsdóttir gott mark.

ÍR gaf aukinn kraft í sóknina og það skilaði jöfnunarmarki á 18. mínútu þegar Shaneka Gordon skoraði mark. Skagastelpur gáfu þó ekkert eftir því aðeins mínútu síðar hafði Bergdís Fanney Einarsdóttir komið ÍA yfir á nýjan leik með föstu skoti.

Liðið hélt uppteknum hætti og átti nokkrar góðar sóknir í kjölfarið. Bergdís Fanney Einarsdóttir náði að skora sitt annað mark á 38. mínútu og staðan orðin vænleg fyrir ÍA. ÍR var þó ekki á þeim buxum að gefast upp og undir lok hálfleiksins náði Guðrún Ósk Tryggvadóttir að minnka muninn fyrir heimamenn.

Þrátt fyrir þessi fimm mörk fengu bæði lið ágæt marktækifæri sem ekki nýttust. Staðan í hálfleik var því 2-3 fyrir ÍA.

ÍR kom sterkt til leiks í seinni hálfleik og jafnaði metin á 52. mínútu með marki frá Öldu Ólafsdóttur. Skagastelpur voru þó ávallt líklegar og áttu góðar sóknir sem vörn ÍR þurfti að hafa mikið fyrir að verjast.

Heiðrún Sara Guðmundsdóttir kom ÍA svo yfir á 61. mínútu með sínu öðru marki og nú þurftu heimamenn enn á ný að hafa fyrir því að jafna metin.

Það var þó Veronica Líf Þórðardóttir sem skoraði fimmta mark ÍA á 79. mínútu eftir góða sókn og með því má segja að sigur ÍA hafi verið tryggður.

Þrátt fyrir að ÍR hafi átt ágætar sóknir náðu þær ekki að brjóta niður sterka vörn ÍA og minnka muninn frekar niður. Skagastelpur fengu góð færi til að bæta við mörkum en á endanum náði ÍA að vinna góðan útisigur á liði ÍR 3-5.

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content