ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Skagastelpur unnu sigur á Haukum í baráttuleik

Skagastelpur unnu sigur á Haukum í baráttuleik

20/07/18

#2D2D33

Meistaraflokkur kvenna spilaði sinn fyrsta leik í seinni umferð Inkasso-deildarinnar í kvöld þegar liðið fékk Hauka í heimsókn á Norðurálsvelli. Bæði lið voru í harðri baráttu um að vera í toppbaráttu deildarinnar svo hvorugt liðið mátti við tapi í leiknum.

Það kom líka í ljós í fyrri hálfleik og bæði lið börðust af krafti í leiknum. Nokkur ágæt marktækifæri litu dagsins ljós hjá ÍA framan af leik, það besta kom eftir langskot frá Bergdísi Fanney Einarsdóttur sem small í þverslá gestanna.

Fyrsta mark leiksins leit ekki dagsins ljós fyrr en á 38. mínútu en þá átti Bergdís Fanney Einarsdóttir gott skot af 20 metra færi sem fór í fjærhornið.

Haukar áttu ekki margar sóknir sem ógnuðu marki ÍA en á 40. mínútu missti Tori Ornela markvörður ÍA boltann klaufalega frá sér og Berglind Baldursdóttir náði að pota boltanum í markið. Fátt gerðist eftir þetta og staðan í hálfleik var því 1-1.

Seinni hálfleikur var svo um margt svipaður og sá fyrri, Skagastelpur voru heldur sterkari aðilinn og sköpuðu sér nokkur færi en náðu ekki að koma boltanum í netið. Það breyttist þó á 62. mínútu þegar Bergdís Fanney Einarsdóttir komst ein í gegnum vörn Hauka og skoraði af öryggi.

Haukar reyndu að jafna metin en sóknir þeirra náðu sjaldan að ógna sterkri vörn ÍA að neinu marki. Skagastelpur héldu sig aðeins aftar á vellinum eftir því sem leið á leikinn en áttu skyndisóknir sem sköpuðu stundum usla í vörn Hauka.

Þrátt fyrir að bæði lið fengju marktækifæri undir lok leiksins voru ekki fleiri mörk skoruð. ÍA fagnaði því góðum heimasigri með 2-1 sigri á Haukum og baráttan er enn hörð um efstu sæti deildarinnar.

Maður leiksins var valin Bergdís Fanney Einarsdóttir en hún fékk gjafabréf frá Nínu í verðlaun. Með henni á myndinni er Sævar Freyr Þráinsson, varaformaður KFÍA.

Bæði lið léku með bleik armbönd frá Minningarsjóði Einars Darra. Það er í tengslum við verkefnið “ég á bara eitt líf” til minningar um Einar Darra sem lést í maí sl. aðeins 18 ára gamall.

Armböndin eru kærleiksgjöf frá minningarsjóðnum til þess að minna fólk á að það á bara eitt líf og opna umræðuna um misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja hjá fólki og sér i lagi ungmennum hérna a Íslandi. 

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content