ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Skagamenn gerðu markalaust jafntefli við Leiknismenn

Skagamenn gerðu markalaust jafntefli við Leiknismenn

19/07/18

#2D2D33

Meistaraflokkur karla spilaði sinn fyrsta leik í seinni umferð í Inkasso-deildinni þegar liðið heimsótti Leiknismenn í Breiðholtið. ÍA var í toppbaráttu í deildinni á meðan Leiknir var um miðbik deildarinnar svo ljóst var að um hörkuleik yrði að ræða.

Skagamenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og snemma leiks bjargaði markvörður Leiknis frábærlega góðum skalla frá Stefáni Teiti Þórðarsyni. ÍA var mun sterkari aðilinn allan fyrri hálfleikinn og skapaði sér fjölda góðra marktækifæra. En á einhvern ótrúlegan hátt náðist ekki að koma boltanum í netið.

Leiknismenn náðu að komast aðeins meira í takt við leikinn eftir því sem leið á hann án þess að skapa sér mörg færi. Staðan í hálfleik var því 0-0.

Mun meira jafnræði var með liðunum eftir því sem leið á seinni hálfleikinn. Leiknir átti nokkur góð færi en vörn ÍA náði iðulega að bjarga á síðustu stundu eftir því sem þörf var á.

Skagamenn fengu ekki jafnmörg færi og í fyrri hálfleik en um miðjan hálfleikinn átti Stefán Teitur Þórðarson frábært skot sem markvörður Leiknis bjargaði meistaralega.Þrátt fyrir að ÍA næði að skapa sér álitleg færi og ógna marki heimamanna náðist ekki að klára færin.

Leikurinn endaði því með markalausu jafntefli í leik þar sem ÍA hefði átt að klára eitthvað af þeim færum sem liðið fékk og taka þrjú stig heim á leið.

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content