ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Skagastelpur tóku Sindra í kennslustund í Inkasso-deildinni

Skagastelpur tóku Sindra í kennslustund í Inkasso-deildinni

28/06/18

#2D2D33

Meistaraflokkur kvenna spilaði sinn sjöunda leik í Inkasso-deildinni þegar liðið fékk Sindra í heimsókn í Akraneshöll. ÍA var í baráttu í efri hluta deildarinnar en Sindri var í neðsta sæti deildarinnar svo þetta var leikur sem Skagastelpur lögðu mikla áherslu á að vinna til að halda sig í toppbaráttunni.

Það kom líka í ljós frá fyrstu mínútu að getumunur liðanna var gríðarlega mikill. Unnur Ýr Haraldsdóttir skoraði fyrsta mark leiksins strax á fjórðu mínútu leiksins og á áttundu mínútu hafði Unnur Ýr bætt sínu öðru marki við í leiknum.

Þetta var ávísun á það sem koma skyldi í leiknum. Heiðrún Sara Guðmundsdóttir skoraði þriðja mark ÍA í leiknum á 16. mínútu og Unnur Ýr Haraldsdóttir fullkomnaði þrennu sína í leiknum um miðjan hálfleikinn.

Skagastelpur héldu svo áfram að sækja í hálfleiknum og sköpuðu sér oft á tíðum virkilega góð færi sem misfórust eða vörn Sindra náði að bjarga á síðustu stundu. Sindri náði aldrei að ógna marki ÍA að neinu leyti og sjaldan sem liðið komst hreinlega fram yfir miðju vallarins.

Þegar farið var að líða á hálfleikinn náði Bergdís Fanney Einarsdóttir að komast á blað í leiknum og undir lok hans hafði Unnur Ýr Haraldsdóttir bætt sínu fjórða marki við. Staðan í hálfleik var því 6-0 fyrir ÍA.

Skagastelpur héldu áfram að sækja í seinni hálfleik og gáfu ekkert eftir. Unnur Ýr Haraldsdóttir skoraði sitt fimmta mark snemma í hálfleiknum og á 52. mínútu náði Maren Leósdóttir að komast á blað og ÍA komið í 8-0.

Það má segja eftir byrjunina í seinni hálfleik að leikurinn hafi dottið aðeins niður. Skagastelpur héldu áfram að skapa sér færi en það hægðist á spilinu og liðið fór að slaka aðeins meira á. Sindri komst aðeins meira í takt við leikinn án þess að skapa sér markverð færi.

Það var svo ekki fyrr en á 80. mínútu sem næsta mark leiksins kom en þá skoraði Unnur Elva Traustadóttir með góðu marki. Á lokamínútum leiksins gaf ÍA svo aðeins í og sótti af meiri ákefð. Það skilaði fallegum mörkum frá Bergdísi Fanneyju Einarsdóttur og Erlu Karitas Jóhannesdóttur.

Leikurinn endaði þannig 11-0 fyrir Skagastelpur og liðið er búið að bæta markatölu sína til mikilla muna í toppbaráttunni í Inkasso-deildinni.

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content