Meistaraflokkur karla leikur í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins á morgun, mánudag, þegar liðið fær FH í heimsókn. Leikurinn fer fram á Norðurálsvellinum og hefst kl. 18:00.
Skagamenn hafa spilað af miklum krafti í Mjólkurbikarnum og náð góðum úrslitum gegn sterkum liðum. Við vonumst til að gengi liðsins haldi áfram á sömu braut og verið hefur.
Við hvetjum Skagamenn til að mæta á völlinn á morgun og styðja strákana til sigurs gegn FH.