102 þátttakendur hlupu í Sjóvá Kvennahlaupi ÍSÍ á Akranesi í gær, þann 2. júní í skýjuðu sumarveðri. Viðburðurinn á Akranesi var skipulagður af ÍA og fékk Íþróttabandalagið til liðs við sig öflugan hóp iðkenda og foreldra úr 3. flokki kvenna í knattspyrnu til að sjá um framkvæmdina.
Marella Steinsdóttir formaður ÍA ræsti hlaupið kl. 11:00 á Akratorgi eftir að Steindóra Steinsdóttir hafði stjórnað upphitun með dyggum stuðningi fótboltastelpnanna. Tvær vegalengdir voru í boði að þessu sinni, 2 km. og 5 km. Að hlaupi loknu fengu allir keppendur verðlaunapening og hressingu auk þess nokkrir keppendur voru dregnir út og fengu glæsilega vinninga.
Á Facebook-síðu ÍA má sjá myndir frá hlaupinu sem Sigurður Arnar Sigurðsson tók https://www.facebook.com/media/set/?set=a.2164738567146186.1073741834.1961688967451148&type=1&l=e00c085a51