ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Norðurálsmótið fer fram um komandi helgi

Norðurálsmótið fer fram um komandi helgi

06/06/18

#2D2D33

Eins og vafalítið flestir Skagamenn vita þá fer Norðurálsmótið fram um næstu helgi eða frá 8.-10. júní. Þá munu mörg hundruð strákar frá mörgum félögum víðsvegar um landið koma í heimsókn og spila fótbolta ásamt fjölda annarra gesta sem fylgja með.

Við hvetjum Skagamenn til að taka vel á móti gestum okkar og mæta endilega á mótið. Margt verður í gangi á mótinu og útlit er fyrir ágætt veður sem mun svo sannarlega ekki skemma fyrir stemningunni um helgina.

Á þessari síðu, http://norduralsmot.webs.com/ er hægt að fá allar upplýsingar um Norðurálsmótið, tímasetningar, leikjaplön, staðsetningu á leikvöllum o.s.frv. Við hlökkum til að taka á móti gestum okkar og vonandi verður þetta góð og skemmtileg upplifun fyrir alla.

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content