ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Skagastelpur töpuðu fyrir Þrótturum í Inkasso-deildinni

Skagastelpur töpuðu fyrir Þrótturum í Inkasso-deildinni

01/06/18

#2D2D33

Meistaraflokkur kvenna spilaði sinn fjórða leik í Inkasso-deildinni í kvöld þegar liðið fékk Þrótt R í heimsókn á Norðurálsvöllinn. Liðið hafði unnið alla þrjá fyrstu leiki sína svo sigur myndi tryggja áframhaldandi sæti á toppi deildarinnar.

Skemmst er frá því að segja að Þróttarar byrjuðu leikinn af miklum krafti og strax á þriðju mínútu skoraði Andrea Rut Bjarnadóttir með föstu skoti. Gestirnir voru svo komnir tveimur mörkum yfir á níundu mínútu þegar Gabriela Maria Mencotti skoraði eftir að hafa leikið á varnarmenn ÍA.

Skagastelpur voru algjörlega slegnar út af laginu og þær áttu í mestu erfiðleikum með að skapa sér færi í fyrri hálfleik. Þróttarar voru mun nær því að skora sitt þriðja mark en þrátt fyrir ágætar sóknir tókst þeim það ekki. Staðan í hálfleik var því 0-2.

ÍA komst svo mun betur inn í leikinn í seinni hálfleik og nokkur góð marktækifæri litu dagsins ljós sem ekki tókst að nýta. Þróttarar beittu skyndisóknum og áttu nokkur ágæt færi en það reyndi lítið á vörn Skagastelpna. Leikurinn fjaraði hægt og rólega út og Þróttarar unnu frekar öruggan 0-2 sigur.

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content