ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Garðavöllur opnar laugardaginn 12.maí – Golfbílar bannaðir ótímabundið

Garðavöllur opnar laugardaginn 12.maí – Golfbílar bannaðir ótímabundið

11/05/18

#2D2D33

Garðavöllur opnar inn á sumarflatir (18 holur) laugardaginn 12. maí.
Fyrstu dagana mun almennt verða spilað inn á vetrarflöt á 3.holu og notuð verður gamla 4.hola sömuleiðis. Í mótum næstu daga verður samt sem áður spilað inn á sumarflatir á þesssum tveim holum. Ástæðan fyrir þessu er að þessar tvær flatir eru ekki í nægjanlegu góðu ástandi. Framundan eru mörg stærri golfmót og því mikilvægt að hlífa flötunum eftir fremsta megni.
Völlurinn er frekar blautur eftir rigningar og veðurfar síðustu daga og eru kylfingar almennt beðnir að ganga vel um völlinn, setja torfusnepla í kylfuför og gera við boltaför á flötum.
Notkun golfbíla er bönnuð ótímabundið vegna aðstæðna og verður ástand og staða vallarins skoðuð á næstu dögum.

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content