ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

ÍA mætir Leikni R í fyrsta leik í Inkassodeildinni á morgun

ÍA mætir Leikni R í fyrsta leik í Inkassodeildinni á morgun

04/05/18

#2D2D33

Meistaraflokkur karla hefur leik í Inkassodeild karla á morgun, laugardag, þegar Leiknir R kemur í heimsókn. Leikurinn fer fram í Akraneshöll og hefst kl. 14 en vegna framkvæmda á Norðurálsvelli var leikurinn færður inn í höll.

Það ríkir mikil eftirvænting fyrir leik og því verður mikið um að vera á svæðinu fyrir leikinn. Miðasalan verður á Aggapalli og boðið verður upp á úrvalshamborgara fyrir leik. Kór Akraneskirkju mun svo koma fram fyrir leik ásamt söngsveitinni Fílharmóníu og syngja eitt lag.

Við hvetjum Skagamenn þess vegna til að mæta snemma á leikinn á morgun og fylgjast með skemmtilegri dagskrá og styðja strákana til sigurs.

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content