ÍA var spáð góðu gengi á hinum árlega kynningarfundi Inkasso deildarinnar sem fór fram í gær í höfuðstöðvum KSÍ. Kynntar voru spár forráðamanna félaganna og er Fylki spáð sigri kvennamegin, en ÍA karlamegin.
Hjá konunum er ÍA spáð í þriðja sæti en Fylki og Keflavík spáð upp í Pepsi deildina á meðan Hömrunum og Sindra er spáð falli. Hjá körlunum eru það ÍA og Víkingur Ó. sem fara beint upp aftur í Pepsi deildina, en Leiknir R. og Njarðvík falla í 2. deild.
Er vonandi að þessar spár gefi góð fyrirheit fyrir komandi tímabil í fótboltanum.
Inkasso deild kvenna
1. Fylkir – 297 stig.
2. Keflavík – 257 stig.
3. ÍA – 228 stig.
4. Haukar – 215 stig.
5. Þróttur R. – 153 stig.
6. Fjölnir – 135 stig.
7. ÍR – 119 stig.
8. Afturelding/Fram – 116 stig.
9. Hamrarnir – 97 stig.
10. Sindri – 32 stig.
Inkasso deild karla
1. ÍA – 358 stig.
2. Víkingur Ó. – 318 stig.
3. Þróttur R. – 288 stig.
4. Þór – 269 stig.
5. HK – 264 stig.
6. Fram – 214 stig.
7. Selfoss – 178 stig.
8. Haukar – 134 stig.
9. ÍR – 104 stig.
10. Magni – 102 stig.
11. Leiknir R. – 78 stig.
12. Njarðvík – 36 stig.