ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Valdís Þóra við keppni í Ástralíu

Valdís Þóra við keppni í Ástralíu

14/02/18

#2D2D33

Valdís Þóra Jónsdóttir atvinnukylfingur úr röðum Golfklúbbsins Leynis hefur undanfarnar vikur verið við keppni í Ástralíu og nú nýlega tryggði hún sér þátttökurétt á ISPS mótinu á LPGA mótaröðinni með frábærum hring á úrtökumóti. Alls tóku 100 kylfingar þátt á úrtökumótinu og voru þrjú sæti í boði. ISPS mótið hefst fimmtudaginn 15.febrúar og lýkur sunnudaginn 18.febrúar.
Valdís Þóra hóf keppni á þessu ári 1.febrúar með því að taka þátt í Oates Vic mótinu sem er hluti af LET mótaröðinni og endaði Valdís þar í 53.sæti. Valdís Þóra tók svo þátt í ActewAGL Canberra Classic mótinu 9.febrúar sem einnig er hluti af LET mótaröðinni og endaði þar í 60.sæti.
Næstu mót hjá Valdísi Þóru eru síðan ISPS mótið sem er hluti af LPGA mótaröðinni sem hefst 15.febrúar, Ladies Classic Bonville sem hefst 22.febrúar og NSW Womens Open sem hefst 1.mars og eru þessi mót öll í Ástralíu. Í mars heldur svo Valdís Þóra til Suður Afríku en þar fer fram SA Womens Open og eru þessi mót hluti af LET mótaröðinni. Krefjandi vikur framundan hjá Valdísi Þóru og óskar Golfklúbburinn Leynir henni velfarnaðar í leik og keppni.
Mynd: LET mótaröðin

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content