ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

74. ársþing ÍA, fimmtudaginn 12. apríl

74. ársþing ÍA, fimmtudaginn 12. apríl

05/04/18

#2D2D33

74. ársþing ÍA verður haldið fimmtudaginn 12. apríl nk. kl. 20:00  í Hátíðarsal ÍA að Jaðarsbökkum.

Fyrir þinginu liggur eftirfarandi dagskrá

  1. Þingsetning, kosning þingforseta og þingritara
  2. Kosning kjörbréfanefndar og kjörbréf lögð fram
  3. Niðurstaða kjörbréfanefndar
  4. Ársskýrsla ÍA lögð fram
  5. Ársreikningar ÍA lagðir fram
  6. Umræður um ársskýrslu og ársreikninga og atkvæðagreiðsla um reikningana
  7. Heiðursviðurkenningar
  8. Styrkveitingar
  9. Lagabreytingar (engar tillögur)
  10. Ákvörðun um skattgreiðslur
  11. Kosning framkvæmdastjórnar ÍA og tveggja varamanna
  12. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga
  13. Ákvörðun fulltrúa á íþróttaþing ÍSÍ
  14. Stefna Íþróttabandalags Akraness og aðildarfélaga þess gegn einelti, áreitni og ofbeldi lögð fram
  15. Jafnréttisstefna ÍA lögð fram
  16. Önnur mál
  17. Þingslit

Ársskýrsla ÍA er í vinnslu en verður birt á vef ÍA fyrir ársþingið

 

Fjöldi þingfulltrúa á 74. ársþingi ÍA

Aðildarfélag ÍA Þingfulltrúi/kjörbréf
Badmintonfélag Akraness 2
Blakfélagið Bresi 2
Fimleikafélag Akraness 7
Golfklúbburinn Leynir 6
Hestamannafélagið Dreyri 4
Hnefaleikafélag Akraness 2
Karatefélag Akraness 2
Keilufélag Akraness 2
Klifurfélag Akraness 2
Knattspyrnufélag ÍA 9
Knattspyrnufélagið Kári 2
Kraftlyftingafélag Akraness 2
Körfuknattleiksfélag Akraness 2
Siglingafélagið Sigurfari 2
Skotfélag Akraness 3
Sundfélag Akraness 5
UMF Skipaskagi 3
Vélhjólaíþróttafélag Akraness 2
Þjótur 2

Samtals 61 þingfulltrúar frá 19 aðildarfélögum

Þrátt fyrir að hvert félag eigi rétt á ákveðnum fjölda þingfulltrúa samkvæmt félagatali þá hvetjum við allt stjórnarfólk aðildarfélaganna til að mæta á þingið.

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content