74. ársþing ÍA verður haldið fimmtudaginn 12. apríl nk. kl. 20:00 í Hátíðarsal ÍA að Jaðarsbökkum.
Fyrir þinginu liggur eftirfarandi dagskrá
- Þingsetning, kosning þingforseta og þingritara
- Kosning kjörbréfanefndar og kjörbréf lögð fram
- Niðurstaða kjörbréfanefndar
- Ársskýrsla ÍA lögð fram
- Ársreikningar ÍA lagðir fram
- Umræður um ársskýrslu og ársreikninga og atkvæðagreiðsla um reikningana
- Heiðursviðurkenningar
- Styrkveitingar
- Lagabreytingar (engar tillögur)
- Ákvörðun um skattgreiðslur
- Kosning framkvæmdastjórnar ÍA og tveggja varamanna
- Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga
- Ákvörðun fulltrúa á íþróttaþing ÍSÍ
- Stefna Íþróttabandalags Akraness og aðildarfélaga þess gegn einelti, áreitni og ofbeldi lögð fram
- Jafnréttisstefna ÍA lögð fram
- Önnur mál
- Þingslit
Ársskýrsla ÍA er í vinnslu en verður birt á vef ÍA fyrir ársþingið
Fjöldi þingfulltrúa á 74. ársþingi ÍA
Aðildarfélag ÍA | Þingfulltrúi/kjörbréf |
Badmintonfélag Akraness | 2 |
Blakfélagið Bresi | 2 |
Fimleikafélag Akraness | 7 |
Golfklúbburinn Leynir | 6 |
Hestamannafélagið Dreyri | 4 |
Hnefaleikafélag Akraness | 2 |
Karatefélag Akraness | 2 |
Keilufélag Akraness | 2 |
Klifurfélag Akraness | 2 |
Knattspyrnufélag ÍA | 9 |
Knattspyrnufélagið Kári | 2 |
Kraftlyftingafélag Akraness | 2 |
Körfuknattleiksfélag Akraness | 2 |
Siglingafélagið Sigurfari | 2 |
Skotfélag Akraness | 3 |
Sundfélag Akraness | 5 |
UMF Skipaskagi | 3 |
Vélhjólaíþróttafélag Akraness | 2 |
Þjótur | 2 |
Samtals 61 þingfulltrúar frá 19 aðildarfélögum
Þrátt fyrir að hvert félag eigi rétt á ákveðnum fjölda þingfulltrúa samkvæmt félagatali þá hvetjum við allt stjórnarfólk aðildarfélaganna til að mæta á þingið.