ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Ókeypis markþjálfun fyrir iðkendur ÍA

Ókeypis markþjálfun fyrir iðkendur ÍA

06/09/18

#2D2D33

Iðkendum, þjálfurum og starfsmönnum, innan aðildarfélaga ÍA stendur nú til boða að nýta sér markþjálfun. Um er að ræða tímabundið verkefni sem er styrkt af Akraneskaupstað og ÍA.

Boðið verður uppá:

-Einstaklingssamtöl: sem sniðin eru að hverjum og einum einstaklingi. Unnið er í hverju máli sem markþeginn telur vera mikilvægt að vinna í og markþjálfinn leggur upp úr að viðkomandi fái sem mest út úr tímum. Best gefst að ná tveimur til þremur samtölum með hverjum og einum.

-Hópmarkþjálfun: þar sem teymi eru markþjálfuð í sameiginlegum markmiðum, áskorunum eða málum sem gagnast teymum  sem best.

-Fræðslu um sjálfseflingu og sjálfsrækt: í stuttum fyrirlestrum um velgegni, hvatningu og mannlega þáttinn í lífinu.

Hver og einn markþegi fær sitt utanumhald og eftirfylgni til að  fá sem mest út úr markþjálfuninni.

Hvers vegna Markþjálfun?

Að þjálfa hugann er ekki ósvipað því að þjálfa líkamann. Það þarf að sinna því samviskusamlega og það krefst aga og utanumhalds. Allir hafa heyrt sögur af fólki sem fer í ræktina en ekki með einkaþjálfara, prógram eða hóp til að mæta í.  Margir þeirra ná ekki þeim markmiðum sem þeir settu sér. Þó svo að einkaþjálfarinn geti ekki ábyrgst árangur viðkomandi þá aukast líkur á velgegni, ánægju og árangri til muna hjá þeim sem taka auka skrefið og fá sér einkaþjálfara. Markþjálfi er því eins og einkaþjálfi hugans, hann heldur viðkomandi við efnið og getur jafnvel komið í veg fyrir “meiðsl hugans”.

Markþjálfinn

Ingólfur Pétursson CEG. verður markþjálfinn í þessu verkefni. Ingólfur hefur lokið Core Essentials Graduation (CEG) vottun í stjórnendamarkþjálfun (Executive Coaching) og er að vinna sig upp í stærri vottanir. Ingólfur er fæddur og uppalinn á Akranesi og hefur mikinn áhuga á hegðun fólks og velgegni þess. Einnig hefur hann lagt gríðarlega mikið uppúr sjálfseflingu og stundað hana í sjö ár.

Ef áhugi er á  að nýta sér þessa mikilvægu þjónustu er hægt að hafa samband í gegnum ingolfurp87@gmail.com eða ia@ia.is

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content