ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Skagastelpur unnu öruggan sigur á Álftanesi

Skagastelpur unnu öruggan sigur á Álftanesi

22/03/18

#2D2D33

Meistaraflokkur kvenna mætti Álftanesi í fyrsta leik liðanna í C-riðli Lengjubikarsins á Bessastaðavelli í kvöld.

Leikurinn hófst af miklum krafti af hálfu Skagastelpna og fyrsta markið leit dagsins ljós strax á sjöundu mínútu þegar Maren Leósdóttir skoraði eftir stoðsendingu frá Sigrúnu Evu Sigurðardóttir.

ÍA átti hættulegri færi í hálfleiknum en náði ekki að nýta þau tækifæri sem sköpuðust. Álftanes átti fáar sóknir í fyrri hálfleik og staðan í hálfleik var því 1-0 fyrir Skagamenn.

Seinni hálfleikur byrjaði svo mjög vel fyrir ÍA því Unnur Elva Traustadóttir skoraði gott mark eftir undirbúning frá Unni Ýr Haraldsdóttur strax á 48. mínútu. Stelpurnar komnar í 2-0 og Álftanes komið í erfiða stöðu.

Heimamenn náðu sjaldan að ógna marki ÍA að miklu leyti og Skagastelpur áttu hættulegri færi. Á 69. mínútu voru úrslitin svo endanlega ljós þegar Sigrún Eva Sigurðardóttir skoraði eftir fyrirgjöf frá Unni Ýr Haraldsdóttur.

Eftir góða sókn ÍA á 75. mínútu kom svo fjórða mark liðsins en það skoraði Fríða Halldórsdóttir eftir góðan undirbúning frá Mareni Leósdóttur.

Eftir það dró hægt og rólega úr leiknum og Skagastelpur unnu verðskuldaðan 4-0 sigur á Álftanesi í fyrsta leiknum í Lengjubikarnum.

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content