Um 70 manns mættu á áhugaverðan fyrirlestur Hrafnhildar Lúthersdóttur, afrekskonu í sundi þar sem hún fjallaði um það hvernig það sé að vera afreksíþróttamaður á efsta stigi í heiminum. Hún fór yfir ýmsa mikilvæga þætti sem þurfa að vera til staðar ef árangur á að nást, s.s. mikilvægi næringar, góðra þjálfara og stuðnings frá fjölskyldu, íþróttafélagi og vinum.
Að kynningu lokinni gafst gestum tækifæri á spyrja Hrafnhildi um þau atriði sem brunnu á þeim.
Fyrirlesturinn var í boði ÍA og styrktur af Akraneskaupstað.