Á dögunum skrifuðu fulltrúar Knattspyrnufélags ÍA og Norðuráls undir endurnýjun á samstarfssamningi. Norðurál hefur um árabil verið helsti styrktaraðili KFÍA og munu halda áfram að styðja vel við bakið á knattspyrnufólki á Akranesi á næstu árum.
Norðurálsmótið verður 8. – 10. júní í ár og mun skráning hefjast í lok janúar.