ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Í tilefni #metoo

Í tilefni #metoo

12/01/18

#2D2D33

Umræðan sem fram hefur farið um allan heim undir merkinu #metoo hefur beint athyglinni að víðfeðmu ofbeldi gagnvart konum um allan heim og þá oft í krafti valds eða stöðu þess sem því beitir.

Knattspyrnufélag ÍA fagnar  þeirri umræðu sem fylgt hefur #metoo herferðinni og þakkar þeim einstaklingum sem þar hafa komið fram með frásagnir sínar fyrir frumkvæðið og hugrekkið sem þeir hafa sýnt, með því að skýra frá þessum alvarlegu málum og vekja upp nauðsynlega umræðu um vandann.

Knattspyrnufélag ÍA kom á fót fagráði í maí árið 2016. En fagráðinu er ætlað að  vera álitsgjafi vegna alvarlegra agavandamála sem upp kunna að koma hjá félaginu s.s. vegna meints eineltis, líkamlegs og andlegs ofbeldis, kynferðislegrar áreitni og ótilhlýðilegrar framkomu. Einnig vera  til ráðgjafar í gæðamálum félagins

 

 

Hér eru verklags reglur ÍA eins og þær voru samþykktar árið 2016.

Verklagsreglur um hlutverk fagráðs hjá Knattspyrnufélagi ÍA

 

  1. grein Gildissvið

Verklagsreglur þessar eru settar um hlutverk fagráðs í samræmi við 8. grein laga um Knattspyrnufélag ÍA.

 

  1. grein Kosning fagráðs

Á aðalfundi Knattspyrnufélags ÍA ár hvert skulu kosnir þrír fulltrúar í fagráð og skulu þeir velja formann úr sínum hópi. Fulltrúar í fagráði skulu ekki sitja samtímis í aðalstjórn eða uppeldissviði Knattspyrnufélags ÍA eða sinna launuðum störfum hjá félaginu.

 

  1. grein Hlutverk fagráðs

Hlutverk fagráðs er tvíþætt;

 

  1. Að vera álitsgjafi vegna alvarlegra agavandamála sem upp kunna að koma hjá félaginu s.s. vegna meints eineltis, líkamlegs og andlegs ofbeldis, kynferðislegrar áreitni og ótilhlýðilegrar framkomu.

 

  1. Vera til ráðgjafar í gæðamálum félagins

 

  1. grein Vísun mála til fagráðs

Aðalstjórn Knattspyrnufélags ÍA vísar málum sem upp koma til umsagnar eða umfjöllunar fagráðs.

 

  1. grein Starfshættir fagráðs

Fagráð skal vinna að úrvinnslu og lausn mála með eins hlutlausum hætti og mögulegt er og afgreiða beiðnir um álit og ráðgjöf eins fljótt og auðið er. Ef ráðið telur að ekki liggi fyrir nægjanlega greinargóðar upplýsingar skal það leitast við að afla þeirra.

 

Við gerð álitsgerða vegna alvarlegra agavandamála, skal fagráð eftir því sem það er unnt er gefa þeim aðila sem talin er hafa brotið af sér sem og þeim aðila sem telur að brotið hafi verið gegn sér tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri.  Sama skal eiga við þá aðila sem kunna að hafa orðið vitni að umræddum atburðum.

 

  1. grein Ábyrgð

Álit fagráðs er ráðgefandi fyrir aðalstjórn Knattspyrnufélags ÍA en aðalstjórn ber endanlega ábyrgð á niðurstöðum eða afgreiðslum einstakra mála.

 

  1. grein Meðferð upplýsinga og gagna

Við meðferð og öflun persónuupplýsinga skal fagráðið og aðalstjórn Knattspyrnufélags ÍA gæta þess að þær séu unnar samkvæmt fyrirmælum laga nr. 77/2000 um persónuvernd.

 

Samþykkt á fundi aðalstjórnar Knattspyrnufélags ÍA þann 26. maí  2016

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content