Þann 6. janúar næstkomandi verður tilkynnt um val á íþróttamanni Akraness árið 2017. Athöfnin fer fram í Íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum að lokinni þrettándabrennu.
Búið er að opna fyrir kosningu um val á íþróttamanni Akraness og er kosningin opin frá 21. desember til og með 3. janúar.
Eyðublað og frekari upplýsingar um þá sem tilnefndir eru, má nálgast hér.