ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

ÍA sigraði Fjölni 3-0 í æfingaleik á laugardaginn

ÍA sigraði Fjölni 3-0 í æfingaleik á laugardaginn

18/12/17

#2D2D33

Meistaraflokkur karla fékk Fjölni í heimsókn í síðasta æfingaleik ársins sem fór  fram í Akraneshöllinni á  laugardaginn 16. desember.

Skagastrákar voru með yfirburði allann leikinn og áttu gestirnir ekki sjéns í strákana okkar.

Í fyrri hálfleik var Árni markmaður kominn með tvær stoðsendingar og eitt mark.  Önnur stoðsendingin sem endaði með vítaspyrnu, sem hann tók og skoraði.  Hann átti svo frábæra stoðsendingu á Stefán Teit sem afgreiddi boltann í markið. 2-0 í hálfleik.

Seinni hálfleikur var fjörugur og nánast einstefna á Fjölnismarkið . Gylfi Brynjar Stéfánsson skoraði svo þriðja markið undir lok leiksins.

Flottur leikur hjá okkar mönnum.

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content