Meistaraflokkur karla fær Fjölni í heimsókn í síðasta æfingaleik dagsins sem mun fara fram í Akraneshöllinni á morgun, laugardaginn 16. desember, kl. 11:00.
Eins og flestir muna voru Fjölnismenn með okkur í fallbaráttunni síðastliðið sumar en öfugt við okkur náðu þeir að bjarga sér á lokasprettinum. Þó tökum við 4 stig af þeim í sumar en báðir leikirnir voru 4 marka leikir, heimaleikinn unnum við 3-1 en niðurstaðan í Grafarvoginum var 2-2. Fjölnismenn virðast þó hafa haft eitthvað tak á okkar mönnum, en skv. vef KSÍ eru skráðar 16 viðureignir á milli félaganna, þar hefur ÍA aðeins unnið 4, Fjölnir 6 og 6 sinnum hafa liðin skilið jöfn.
Eins og fyrri æfingaleikir haustsins gerum við ráð fyrir því að leikurinn verði hin besta skemmtun og að áfram muni margir leikmenn fá tækifæri inná vellinum.
Við hvetjum alla Skagamenn til að skella sér í Höllina og vera með liðinu í öllum undirbúningnum fyrir nýtt tímabil.
Áfram ÍA!