Síðastliðinn miðvikudag átti meistaraflokkur kvenna leik við Hauka á Ásvöllum, en liðin munu eigast við í 1. deildinni í sumar. Lokatölur urðu 3-3.
Skagastúlkur spiluðu góðan fótbolta í fyrri hálfleik, héldu boltanum vel innan liðsins og sköpuðu sér ágæt færi. Gæðin voru svo nokkuð minni í seinni hálfleik eins og má kannski búast við í fyrstu leikjum vetrarins. Okkar stelpur skoruðu þrjú flott mörk en fengu þó jafnframt þrjú mörk á sig, en liðið hefur verið að vinna með ákveðnar breytingar í vörninni sem tekur tíma að slípa til. Markaskorarar fyrir ÍA voru Bergdís Fanney Einarsdóttir með 2 mörk og Unnur Ýr Haraldsdóttir með 1 mark.
Heilt yfir mjög góð æfing fyrir komandi tímabil.
Á meðfylgjandi mynd má sjá Selmu Dögg Þorsteinsdóttur, Evu Maríu Jónsdóttur og Önnu Þóru Hannesdóttur sem eru meðal þeirra ungu leikmanna sem eru að leika sína fyrstu leiki fyrir meistaraflokk um þessar mundir.