ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Nýr leikmaður í meistaraflokki karla

Nýr leikmaður í meistaraflokki karla

01/12/17

#2D2D33

Knattspyrnufélag ÍA hefur nú samið við Skarphéðinn Magnússon til tveggja ára sem leikmann meistaraflokks karla og markmannsþjálfara.  Skarphéðinn kom aftur heim til ÍA árið 2015 og hefur getið sér gott orð sem þjálfari yngri flokka síðan, hefur starfað sem þjálfari 6. og 7. flokks karla og nú síðast 3. flokks kvenna, auk þess að sinna markmannsþjálfum og afreksæfingum. Hann mun áfram þjálfa ungu strákana en Magnea Guðlaugsdóttir mun taka við 3. flokki kvenna.

Skarphéðinn hefur einnig varið mark Kára í 3. deildinni síðustu tvö ár og átti þar á meðal þátt í því að liðinu tókst að vinna sér inn sæti í 2. deildinni næsta sumar, en Káramenn fengu aðeins á sig 16 mörk í 18 leikjum sumarið 2017. Hann hefur áður leikið með meistaraflokki Aftureldingar og Dalvíkur/Reynis.

Við erum ánægð með að fá Skarphéðinn inn í leikmannahópinn og trúum því að hann verði góð viðbót við hann, eins og hann hefur verið í öðrum verkefnum sem hann hefur tekið að sér fyrir félagið.

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content