Í gær, laugardag, lék meistaraflokkur karla æfingaleik gegn Breiðabliki í Fífunni og fór með sigur af hólmi þar sem Steinar Þorsteinsson skoraði eina mark leiksins af miklu harðfylgi.
Leikurinn var hin ágætasta skemmtun en stóð fyllilega undir nafni sem æfingaleikur þar sem hjá ÍA komu alls 24 leikmenn við sögu, sem þó kom furðulega lítið niður á skipulagi liðsins.
Við urðum þess heiðurs aðnjótandi að hafa ÍA TV með okkur á leiknum sem þar með bauð uppá sína fyrstu beinu útsendingu utan Akraness, og því er hægt að finna allan leikinn á youtube rásinni þeirra. Vel að verki staðið!
Næsti æfingaleikur liðsins fer fram í Akraneshöllinni 9. desember næstkomandi þegar Íslandsmeistarar Vals koma í heimsókn. Leikurinn verður styrktarleikur fyrir Kidda Jens og við hvetjum alla til að fylgjast með nánari upplýsingum hér, og auðvitað að fjölmenna á leikinn.