Eins og við höfum áður sagt frá eru stelpurnar okkar í meistaraflokknum á leið í Kópavoginn í dag og meistaraflokksstrákarnir taka á móti KR hér í Höllinni kl. 11:00.
En í framhaldi af þeim leik taka við leikir ÍA/Kára stráka í 2. flokki þar sem þeir taka á móti Keflavík í Faxaflóamótinu. Leikur A-liðanna hefst kl. 14:00 og B-liðanna kl. 16:00. Þetta er annar leikur liðanna í mótinu þennan veturinn en þau mættu Stjörnunni/KFG um síðustu helgi, A-liðið vann þar 4-1 sigur en niðurstaðan var 0-2 tap hjá B-liðinu.
Áfram ÍA!