ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Fótboltinn í Akraneshöllinni um helgina

Fótboltinn í Akraneshöllinni um helgina

11/11/17

#2D2D33

Það hefur sjálfsagt ekki farið framhjá neinum að hið árlega Árgangamót verður haldið í Akraneshöllinni í dag, og hefst kl. 13:30. Þátttakan er að vanda góð og til leiks eru skráðir árgangar allt frá 1965-1987. Margir brottfluttir Skagamenn leggja leið sína á æskuslóðirnar í tenglsum við mótið og þetta er skemmtilegt tækifæri til að mæta í Akraneshöllina (nú eða á Rejúníjon um kvöldið), sýna sig og sjá aðra.

En það er nú ekki allt. Á morgun, sunnudaginn 12. nóvember, fara fram fimm leikir hjá yngri flokkum félagsins.

2. flokkur karla ÍA/Kári hefur leik kl.11:00 þegar A-liðið tekur á móti Stjörnunni/KFG en B-liðin mætast kl. 12:45. Þetta eru fyrstu leikir okkar stráka í Faxaflóamótinu, en fyrri leikjum á dagskrá hefur þurft að fresta.

3. flokkur karla ÍA/Skallagrímur taka svo við keflinu, en andstæðingar þeirra verða sameiginleg lið Selfoss/Hamars/Ægis. A-liðin mætast kl. 14:30 en B-liðin kl. 15:45. Þetta eru að sama skapi fyrstu leikir okkar stráka í Faxaflóamótinu.

Í síðasta leik dagsins fær 2. flokkur kvenna FH í heimsókn í fyrsta leik sínum í Faxaflóamótinu en þetta er leikur sem átti upphaflega að fara fram um síðustu helgi. Leikurinn hefst kl. 17:30.

Áfram ÍA!

 

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content