Þá rúllar vetrarboltinn af stað, en okkar lið eiga sjö leiki í Faxaflóamótinu nú um helgina!
Það byrjar hér heima á morgun, laugardaginn 4. nóvember, þegar 3.fl.kvk hjá ÍA/Skallagrími taka á móti HK hér í Akraneshöllinni. Leikur A-liðanna hefst kl. 12:30 en B-liðin eigast við kl. 14:00.
Þennan sama dag á 2. flokkur karla ÍA/Kári útileiki, A-liðið mætir Grindavík á Leiknisvelli kl. 15:00 en B-liðið gerir sér ferð á Hertzvöllinn (ÍR völlinn) og mætir ÍR/Víkingi Ó kl. 18:00.
Á sunnudaginn heimsækir Keflavík 3.fl.kk ÍA/Skallagrím hingað í Höllina, A-liðin mætast kl. 12:30 en leikur B-liðanna fer fram kl. 14:00.
Á meðan heimsækir A-lið 4.fl.kvk hjá ÍA/Skallagrími Breiðablik í Fífuna. Sá leikur hefst kl. 12:40.
Það er því nóg um að vera í boltanum um helgina, en til viðbótar við þetta verða hér rúmlega 50 hressir strákar í markmannsskóla KSÍ.
Áfram ÍA!