Undirbúningur fyrir Árgangamótið 2017 er í fullum gangi , en 11. nóvember ætlum við að mála bæinn gulan!
Krýndir verða árgangameistarar kvenna og eldri og yngri meistarar í karlaflokki. Við bjóðum nýliða ársins sérstaklega velkomna, ’87 árganginn karla megin og ’92 árgang kvenna.
Að mótinu loknu verður glæsilegur hátíðarkvöldverður; matur, skemmtun og tónlist.
Á matseðlinum verður lambalæri með kartöflusmælki og bernaise sósu frá Galito.
Að borðhaldi loknu spilar Ingó ásamt A-liðinu.
Sama verð og í fyrra:
- Árgangamót, matur, skemmtun: 7.500 kr.
- Matur og skemmtun: 6.000 kr.
- Árgangamót: 4.000 kr.
Dagskránni lýkur klukkan 01.00.
Allar upplýsingar um mótið er að finna hér: Árgangamót 2017