ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Uppskeruhátíð LH – Dreyrafélagar með 4 tilnefningar.

Uppskeruhátíð LH – Dreyrafélagar með 4 tilnefningar.

10/10/17

large_1506938038_uppskera_allir

Uppskeruhátíð hestamanna fer fram þann 28. október n.k á Reykjavík Hilton Nordica, Hátíðin er haldin af Landsambandi hestamanna og félagi hrossabænda. Nú eins og undanfarin ár eru bestu knapar og hrossaræktendur landsins verðlaunaðir fyrir frammistöðu sína á árinu.

https://ia.is/wp-content/uploads/2021/11/large_1506938038_uppskera_allir.jpg

Verðlaunahafar á uppskeruhátíð 2016. Jakob var gæðingaknapi árins.

Dreyrafélaginn og heimsmeistarinn í tölti, Jakob Svavar Sigurðsson er tilnefndur í 3 flokkum af fjórum, þ.e sem kynbótaknapi, gæðingaknapi og íþróttaknapi ársins.  Þetta er í 3. sinn sem hann er tilnefndur fyrir þessa 3 flokka á uppskeruhátíð LH. Afar líklegt verður að teljast að hann verði einnig tilnefndur í stærsta flokknum, Knapi ársins 2017, líka en tilnefningar í þeim flokki verða tilkynntar á hátíðarkvöldinu sjálfu.

Hér er hægt að lesa nánar um tilnefningar til knapaverðlauna ársins 2017. : http://www.hestafrettir.is/2017/09/29/tilnefningar-til-knapaverdlauna-2017

Jakob Svavar er efstur á heimslistanum (FEIF world ranking) í tölti (T1) og einnig í sætum 2-5 í öðrum íþróttagreinum hestamennskunnar. Sjá frétt: http://hestafrettir.com/2017/10/01/jakob-svavar-sigurdsson-on-top-of-the-world-ranking-list-in-t1/

Hrossaræktarbúið Skipaskagi sem starfrækt er af Dreyrafélögunum Sigurveigu Stefánsdóttur og Jóni Árnasyni hefur verið tilnefnt sem eitt af bestu hrossaræktarbúum landsins fyrir árið 2017 en kynbótahrossum úr þeirra ræktun gekk mjög vel í kynbótasýningum á árinu.  Það verður svo tilkynnt á uppskeruhátíðinni hvaða bú hlýtur hnossið sem ræktunarbú árins. Þetta verður spennandi  kvöld 🙂

http://skessuhorn.is/wp-content/uploads/2016/11/Hlutu-hei%C3%B0ursvi%C3%B0urkenningar-HrossVest_0.jpg

Sigurveig og Jón hafa fengið margar viðurkenningar fyrir sína hrossarækt í gegnum árin.

Hér má lesa meira um tilnefningar um ræktunarbú árins.

Ellefu aðilar/bú tilnefnd sem ræktunarmaður árins 2017

 

 

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content