ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Uppskeruhátíð KFÍA 2017

Uppskeruhátíð KFÍA 2017

02/10/17

#2D2D33

Laugardagskvöldið 30. september fór fram uppskeruhátíð meistaraflokkanna og 2. flokks karla og kvenna ásamt þjálfurum, stjórnarfólki og öðrum gestum.

Dagskráin fór fram á Gamla Kaupfélaginu og var með nokkuð hefðbundnu sniði, borðhald, skemmtiatriði í boði flokkana og að vanda bar hæst veitingu viðurkenninga, en þær voru sem hér segir:

Viðurkenning fyrir 100 leiki fyrir meistaraflokk:

Albert Hafsteinsson

Gylfi Veigar Reykfjörð Gylfason

Helga Sjöfn Jóhannesdóttir

Þórður Þorsteinn Þórðarson

 

Viðurkenning fyrir 150 leiki fyrir meistaraflokk:

Hallur Flosason

 

Viðurkenning fyrir 200 leiki fyrir meistaraflokk:

Árni Snær Ólafsson

Ólafur Valur Valdimarsson

 

Viðurkenning fyrir 300 leiki fyrir meistaraflokk:

Arnar Már Guðjónsson

 

Viðurkenningar í 2. flokki kvenna:

Besti leikmaðurinn: Hrafnhildur Arín Sigfúsdóttir

Efnilegasti leikmaðurinn: Karen Þórisdóttir

TM-bikarinn, fyrirmyndarleikmaður ársins: Eva María Jónsdóttir

 

Viðurkenningar í 2. flokki karla:

Besti leikmaðurinn: Guðfinnur Þór Leósson

Efnilegasti leikmaðurinn: Sigurður Hrannar Þorsteinsson

Kiddabikarinn, fyrirmyndarleikmaður ársins: Atli Teitur Brynjarsson

 

Viðurkenningar í meistaraflokki kvenna:

Besti leikmaðurinn: Bergdís Fanney Einarsdóttir

Efnilegasti leikmaðurinn: Fríða Halldórsdóttir

 

 

Viðurkenningar í meistaraflokki karla:

Besti leikmaðurinn: Arnar Már Guðjónsson

Efnilegasti leikmaðurinn: Steinar Þorsteinsson

 

Adolphsbikarinn, besti dómari yngri flokka valinn af þjálfurum: Sveinn Þór Þorvaldsson

Verðlaunahafar KDA voru eftirfarandi:

Besti dómarinn: Ívar Orri Kristjánsson

Verðmætasti dómarinn: Sveinn Þór Þorvaldsson

Heiðursverðlaun KDA: Valgeir Valgeirsson

 

Viðurkenningar stuðningsmanna:

Besti leikmaður mfl. kvenna: Bergdís Fanney Einarsdóttir

Besti leikmaður mfl. karla: Arnar Már Guðjónsson

 

Einnig var nokkrum aðilum veittur þakklætisvottur fyrir óeigingjarnt starf fyrir félagið, meistaraflokkur karla færði Katrínu Leifsdóttur sérstakar þakkir fyrir matseld fyrir þá eftir leiki, meistaraflokkur kvenna færði Erni Arnarsyni þakkir fyrir mikið og óeigingjarnt starf við útsendingar frá þeirra leikjum í sumar og Sigrún Ríkharðsdóttir fékk viðurkenningu sem öflugasti stuðningsmaðurinn í stúkunni. Þá eru að sjálfsögðu fáeinir upptaldir sem eiga þakkir skyldar, mjög margir lögðu hönd á plóginn þetta síðasta ár og félag er aldrei sterkara en fólkið sem að því stendur.

 

Guðmundur Bjarki Halldórsson var á vaktinni með myndavélina og hægt er að skoða myndir frá kvöldinu á facebooksíðu félagsins, með því að smella hér.

 

 

 

 

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content