Heimsmeistaramót íslenska hestsins fór fram í Hollandi í síðustu viku. Mótið er haldið á tveggja ára fresti.
Okkar maður Jakob Svavar var valinn í landsliðið til keppni í tölti og fjórgangi á hestagullinu Gloríu frá Skúfslæk.
Þau urðu 8. í fjórgangi og gerðu sér svo lítið fyrir og sigruðu síðan töltið með yfirburðum (8.94) og skildi áhorfendur eftir með kjálkann niður á bringu af aðdáun. Framúrskarandi fagmennska fram í fingurgóma. Jakob fékk afhent hið eftirsótta Tölthorn við mikinn fögnuð áhorfenda.
Hestamannafélagið Dreyri óskar Jakob Svavar innilega til hamingju með STÓRKOSTLEGAN árangur 🙂
HEIMSMEISTARI
Hér er hægt að sjá fleiri fréttir og viðtöl af mótinu í gegnum www.eidfaxa.is. http://www.eidfaxi.is/archive/frettir/