ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Sætur sigur á Norðurálsvellinum

Sætur sigur á Norðurálsvellinum

12/08/17

#2D2D33

Stelpurnar okkar í meistaraflokki unnu stórsigur á Hömrunum frá Akureyri hér á Norðurálsvellinum fyrr í dag. Lokatölur urðu 5-0.

Það virtist vera svolítið stress í Skagastelpum framan af leik og fyrsta markið kom ekki fyrr en á 44. mínútu. Það skoraði Ruth Þórðar Þórðardóttir eftir hornspyrnu. Eftir það hertu Skagastúlkur bara tökin á leiknum og Unnur Ýr Haraldsdóttir skoraði annað mark leiksins á 52. mínútu. Það kom einnig eftir hornspyrnu þar sem Ruth skallaði boltann aftur inn í teiginn. Unnur Ýr bætti við öðru marki með góðu skoti á 61. mínútu. Þá var komið að Aldísi Ylfu Heimisdóttur. Hún kom inná á 81. mínútu og bætti við tveimur mörkum, á 84. mínútu eftir sendingu frá Maren Leósdóttur og aftur á þeirri 90. eftir sendingu frá Unni Ýr.

Fyrir þá sem misstu af leiknum er hægt að sjá hann hér, hjá ÍA TV.

Unnur Ýr Haraldsdóttir var valin maður leiksins og á meðfylgjandi mynd má sjá Sævar Frey Þráinsson, varaformann Knattspyrnufélags ÍA, afhenda henni verðlaun fyrir það sem að þessu sinni eru gjafakort frá Gamla Kaupfélaginu.

Að vanda var vallargestum boðið í kaffi og meðlæti í hálfleik, þar sem einnig voru seldir happdrættismiðar. Í þetta skipti var það Birna Sjöfn Pétursdóttir, efnileg myndlistarkona á leið í Listaháskólann sem gaf þetta fallega verk í vinning, við kunnum henni hinar bestu þakkir fyrir. Hjördís Hjartardóttir var sú heppna sem var dregin út.

 

Hjördís Hjartardóttir tekur við happdrættisvinningnum frá Sigríði Valdemarsdóttur, stjórnarkonu Knattspyrnufélagsins en með þeim á myndinni eru Elfa Björk Sigurjónsdóttir, Harpa Sif Þráinsdóttir og Ásrún Baldvinsdóttir sem stóðu kaffivaktina í dag.
Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content