Dagana 21.-27. ágúst næstkomandi mun U18 ára landslið karla taka þátt í alþjóðlegu móti í Tékklandi. Leiknir verða fjórir leikir, fyrstu þrír gegn Tékkum, Slóvökum og Úkraínumönnum en fjórði leikurinn er svo í úrslitakeppni og andstæðingurinn ræðst af genginu í þremur fyrstu leikjunum.
Frá ÍA hefur Oskar Wasilewski verið valinn í hópinn. Oskar hefur áður tekið þátt í æfingum með U18 landsliðinu en þetta er í fyrsta sinn sem hann hefur verið valinn til að taka þátt í landsleikjum.
Við óskum Oskari til hamingju með valið og trúum því að hann verði sjálfum sér og félaginu til mikils sóma.