Knattspyrnuskóli KSÍ í Garði 2017.
Eins og undanfarin ár starfrækir Knattspyrnusamband Íslands í sumar knattspyrnuskóla fyrir stúlkur og drengi. Í ár eru þetta iðkendur fæddir 2003.
Félög sem starfrækja 4. flokk drengja og/eða stúlkna geta tilnefnt einn dreng og eina stúlku hvert. Knattspyrnuskóli drengia verður 17. – 19. júlí og Knattspyrnuskóli stúlkna verður dagana 19. – 21. júlí.
Í ár voru valin Ísak Bergmann Jóhannesson og Lilja Björg Ólafsdóttir. Óskum við þeim til hamingju með valið og gott gengi í knattspyrnuskólanum.
#áframÍA