Að morgni 25. júní héldu 31 stákur ásamt fararstjórum og þjálfurum á Barcelona Cup. Þetta var vel skipulagt mót. Stákarnir fóru svo í skoðunarferð á Camp Nou, og skelltu sér á leik.
ÍA var með tvö lið á mótinu og skiptingin var í lið 01. og 02.
Riðlakeppnin gekk vel og endaði svo að bæði lið fóru í undanúrslit í sínum riðli. 02. lenti þar á móti sterku liði og átti að spila leik um þriðja sætið á mótinu. 01. liðið okkar vann sinn undanúrslitaleik og spilaði um fyrsta sætið í sínum riðli.
Byrjum á 02. Þeir áttu leik við AAA Sarcelles.
Leikurinn átti að byrja kl.12:00.
Strákarnir lentu í nýrri upplifun því þetta Franska lið sá sér ekki fært um að mæta til leiks. Fá þeir ævilanga skömm fyrir.
Okkar drengir tóku þessu með jafnaðargeði. Sumir sáttir með þetta en aðrir hefðu kosið að spila leikinn enda vel peppaðir í leikinn. 3-0 sigur var því niðurstaðan og dómarar fengu ÍA fána fyrir sína frammistöðu afhendann frá Óðinn sem var fyrirliði okkar í þessum “leik”. 3.sæti niðurstaðan þeirra.
Næst var það 0.1 liðið en þeir spiluðu til úrslita á Barcelona Summer Cup 2017.
Leikurinn byrjaði kl.13:00. Andstæðingurinn var Fram/Skallagrímur og eru þetta lið sem gjörþekkja hvort annað. Hörku leikur og spurning um hverjir ættu meiri orku eftir til að klára þetta mót almennilega.
Strákarnir okkar stóðu sig frábærlega og komumst við snemma yfir 1-0. Þannig var staðan fram að 10min seinni hálfleiks en þá náðum við inn öðru marki og staðan 2-0 fyrir okkur.
Strákarnir kláruðu leikinn á agaðan og einbeittann hátt og lönduðu 2-0 sigri.
BARCELONA SUMMER CUP CHAMPIONS 2017.
Besti leikmaður mótsins var Ísak Örn og markmaður mótsins var Marvin Steinarsson. Ekki slæmt það. Til hamingju drengir!
Þessi ferð gekk mjög vel. Strákarnir þjöppuðu sér saman og í mótinu skein af þeim leikgleði og mikill vilji til að spila sem lið. Í frítímanum eftir mót voru þeir svo nákvæmlega eins og 15-16 ára strákar eiga að haga sér.
Þetta er flottur og samheldinn hópur og voru þeir félaginu og sjálfum sér til mikillar prýði. Fyrirmyndardrengir.