Fjórðungsmót Vesturlands verður haldið í Borgarnesi þann 28. júní til 2. júlí n.k. Mótið er sem fyrr haldið af Vesturlandsfélögunum 5, þ.e Dreyra, Faxa í Borgarfirði, Skugga í Borgarnesi, Snæfellingi á Snæfellsnesi og Glað í Dalasýslu. Auk þess er hestamannafélögum á Norð-Vesturlandi, þ.e frá Vestfjörðum, Húnavatnssýslum og Skagafirði boðin þátttaka í keppni og kynbótasýningum. Mótshaldarar búast við um 1000 til 1500 gestum á mótið.
Fjórðungsmót Vesturlands er haldið á fjögurra ára fresti og hingað til hefur það verið á Kaldármelum við Eldborg á Mýrum í fjölda ára. En breyttir tímar krefjast breyttrar og betri aðstöðu. Því var ákveðið að halda fjórðungsmótið í Borgarnesi árið 2017 á félagsvæði Skugga. Í Borgarnesi er góð og fjölbreytt aðstaða sem hægt er að bjóða fram þegar stórmót eru annarsvegar þ.e reiðhöll, góður keppnisvöllur, kynbótabraut, áhorfendaaðstaða, tjaldstæði og hesthús.
Keppendur Dreyra á mótinu verða:
Barnaflokkur:
Agnes Rún Marteinsdóttir á Arnari frá Barkarstöðum.
Unglingar.
Rúna Björt Ármannsdóttir/ Sneið frá Hábæ
Rakel Hlynsdóttir/ Gnótt frá Skipanesi
Ester Þóra Viðarsdóttir/ Edda frá Smáratúni
Ungmennaflokkur
Viktoría Gunnarsdóttir/ Kopar frá Akranesi
B-flokkur
Arna frá Skipaskaga/ Sigurður Sigurðarson
Stofn frá Akranesi/ Benedikt Þór Kristjánsson
Roði frá Syðri-Höfdölum/ Hanne Smidesang
Sveðja frá Skipaskaga/ Leifur George Gunnarsson
Eldur frá Borgarnesi / Ólafur Guðmundsson
Varahestar:
Faxi frá Akranesi / Guðbjartur Þór Stefánsson
Illlingur frá Akranesi / Einar Gunnarsson
A-flokkur
Askur frá Akranesi/ Sigurbjörn J Þormundsson
Taktur frá Fremri-Fitjum/ Ólafur Guðmundsson
Niður frá Miðsitju /Ólafur Guðmundsson
Skutla frá Akranesi/ Ólafur Guðmundsson
Rakel frá Skipaskaga / Leifur Georg Gunnarsson.
Varahestar:
Hátíð frá Steinsholti / Ólafur Guðni Sigurðsson
Flotti frá Akrakoti / Benedikt Þór Kristjánsson.
Hvað gera Jakob Svavar og Júlía frá Hamarsey í töltinu ?
Arna frá Skipaskaga er til alls líkleg í keppni í B-flokki.
Einnig keppa Ólafur Guðmunsson og Jakob Svavar Sigurðsson í skeiðgreinum og tölti.
Þá hefur einnig fjöldi kynbótahrossa í eigu Dreyrafélaga unnið sér rétt til að taka þátt í mótinu og er full ástæða til bjartsýni með gott gengi þeirra.
Hér er dagskrá mótsins.:
FJÓRÐUNGSMÓT VESTURLANDS BORGARNESI
28. júní til 2. júlí 2017
Miðvikudagur 28. júní
Aðalvöllur:
08:30 Knapafundur
09:30-12:00 Ungmennaflokkur forkeppni
12:00-13:00 Hlé
13:00-14:00 Tölt 17 ára og yngri (T1) forkeppni
14:00- B flokkur gæðinga forkeppni
Hestar nr. 1-20
Hlé í 15 mín.
Hestar nr. 21-40
Hlé í 15 mín
Hestar nr. 41-
Félagsheimili Skugga:
20:00 Vörn og kynning á meistararitgerð Gunnars Reynissonar:
Hreyfigreiningar á tölti og skeiði íslenska hestsins
Kynbótavöllur:
10:30-12:00 Hryssur 4 vetra
13:00-17:00 Hryssur 5 og 6 vetra (15 mín hlé kl. 14:30 og 16:00)
17:00-18:00 Hryssur 7 vetra og eldri
Fimmtudagur 29. júní
Aðalvöllur:
09:00-11:30 Unglingaflokkur forkeppni
11:30-12:30 Hlé
12:30-14:00 Barnaflokkur forkeppni
14:15 Forkeppni A flokkur
Hestar nr. 1-20
Hlé í 15 mín
Hestar nr. 21-40
Hlé í 15 mín
Hestar nr. 41-
Kynbótavöllur:
10:30-12:00 Stóðhestar 4 vetra
12:00-13:00 Hlé
13:00-14:20 Stóðhestar 5 vetra
14:20-15:00 Stóðhestar 6 vetra
15:00-15:15 Hlé
15:15-16:00 Stóðhestar 6 vetra
16:00-17:00 Stóðhestar 7 vetra og eldri
Föstudagur 30. júní
Aðalvöllur:
09:00-11:30 Tölt opinn flokkur (T1) forkeppni
12:30-13:00 Mótssetning og skrúðganga hestamanna (án hrossa)
13:00-14:30 Yfirlitssýning hryssur
14:30-14:50 Hlé
14:50-15:30 Barnaflokkur B úrslit
15:30-16:10 Unglingaflokkur B úrslit
16:10-16:50 Ungmennaflokkur B úrslit
16:50-19:00 Hlé
19:00-20:30 100 m fljúgandi skeið
20:30-21:00 B úrslit í tölti opinn flokkur
23:00-03:00 Dansleikur í reiðhöll með Stuðlabandinu
Laugardagur 1. júlí
Aðalvöllur:
10:00-12:00 Yfirlitssýning stóðhestar
13:00-13:40 Barnaflokkur A úrslit
13:40-14:20 Unglingaflokkur A úrslit
14:20-15:00 Ungmennaflokkur A úrslit
15:00-15:40 B úrslit í B flokk
16:00-17:00 Sýning ræktunarbúa
17:00-19:00 Hlé
19:00-19:40 A flokkur gæðinga B úrslit
19:40-20:20 Tölt (T1) 17 ára og yngri A úrslit
20:20-21:20 Tölt opinn flokkur (T1) A úrslit
21:20-22:00 Kvöldvaka á aðalvelli eða í reiðhöll (fer eftir veðri)
Sunnudagur 2. júlí
Aðalvöllur:
10:00-11:30 Hryssur verðlaunaafhending
12:00-12:30 B flokkur gæðinga A úrslit
12:30-13:15 Stóðhestar verðlaunaafhending
13:30:14:10 A flokkur gæðinga A úrslit
14:10 Mótsslit