ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Ferðaglaðir Dreyrafélagar.

Ferðaglaðir Dreyrafélagar.

24/06/17

Ungur og aldinn

Það hefur verið nóg að gera í félagsstarfinu hjá Hestamannafélaginu Dreyra í seinni hluta vetrar/vor og það sem af er sumri. Góð þátttaka og góður félagsandi hefur einkennt viðburði félagsins.

Laugardaginn 6. maí var hátíðar-afmælisreiðtúr í tilefni 70 ára afmælis félagsins niður á Akratorg. Reiðtúrinn fór fram í veðurblíðu og tókst vel til. Áð var á grasflötinni við hlið Akratorgs og þar fengu börn að fara á hestbak og aðrir bæjarbúar gátu heilsað upp á hesta og menn. Síðan var riðið út Faxabraut og stefnan tekin að Höfða þar sem áð var, og síðan meðfram Akrafjalli og heim í Æðarodda. Að loknum bæjartúrnum voru grillaðar pyslur og með því í félagsheimilinu. Vegfarendum á Skaganum er þökkuð sýnd tillitsemi.

 

70 ára afmælisreiðtúrinn 6. maí, við Akratorg og á Faxabraut.

Á helginni þar á eftir var hin árlega Kynjareið skemmtinefndar Dreyra. Góður hópur Dreyrafélaga fór í reiðtúr inn að félagsheimilinu Miðgarði, síðan upp í gömlu Reynisrétt við Akrafjall og síðan heim í Æðarodda. Þegar heim var komið var grillið dregið fram og borðað saman úti við hesthús eins Dreyrafélagans.

Við Reynisrétt við Akrafjall.

Á síðustu helgi, 9. til 11. júní. fóru Dreyrafélagar í fjölskylduferð að Snorrastöðum á Mýrum. Þar var gist í 2 nætur og farið í  útreiðar á fjörunum fyrir utan Snorrastaði og í gegnum Eldborgarhraunið með leiðsögn Branddísar Hauksdóttur bónda á Snorrastöðum. Gist var í ferðaþjónustuhúsi á staðnum, í frístundahúsum og í hjólhýsum og tjaldvögnum. Alls voru 56 knapar í hnakknum á laugardeginum. 🙂

Mynd frá Ólafur Guðmundsson. Mynd frá Ragnheiður Helgadóttir.

Á leið út á Löngufjörur við Snorrastaði. 

Yngsti knapinn var 12 ára og sá elsti 78 ára og svo sannarlega ekki af baki dottinn.

Hestamennskan er fyrir alla. Hér eru ferðafélagarnir Sveinbjörn  Gunnarsson og Birkir Atli Brynjarsson

Þessi ferðahelgi tókst afar vel og víst er að vorferð með svipuð sniði verður farin að ári. Takk skemmtinefnd Dreyra fyrir undirbúning og skipulagningu.

Takk félagar fyrir  frábæra helgi og samveruna. 🙂

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content