ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Slæmt tap gegn Selfossi

Slæmt tap gegn Selfossi

16/06/17

#2D2D33

Stelpurnar okkar í meistaraflokki kvenna fengu slæman skell í gærkvöldi þegar þær töpuðu 1-5 gegn Selfossi hér á Norðurálsvellinum í sjöttu umferð 1. deildar kvenna. Gestirnir voru komnar fjórum mörkum yfir eftir um 20 mínútna leik og áttu Skagastúlkur ekki afturkvæmt úr þeirri stöðu.

En það þýðir ekki að hengja haus, næsti leikur er útileikur gegn Þrótti R, fimmtudaginn 22. júní kl. 19:15. Nýr leikur, nýtt verkefni.

Að vanda var valinn maður leiksins og að þessu sinni var það Ruth Þórðar Þórðardóttir sem þótti sýna góða baráttu í leiknum. Á meðfylgjandi mynd sést stjórnarformaður KFÍA, Magnús Guðmundsson, afhenda henni verðlaunin, sem að þessu sinni komu frá Cintamani.

 

 

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content