ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Skagamenn töpuðu gegn KR

Skagamenn töpuðu gegn KR

14/05/17

#2D2D33

Meistaraflokkur karla mætti Val í þriðja leik Íslandsmótsins sem fram fór við ágætar aðstæður í Frostaskjólinu.

KR byrjaði af miklum krafti og þeir skoruðu strax á níundu mínútu þegar Hafþór Pétursson var svo óheppinn að skora sjálfsmark. KR fengu svo fleiri góð færi en þeir nýttu þau ekki í hálfleiknum. Skagamenn áttu erfitt uppdráttar og sköpuðu sér fá færi sem lítið varð úr.

ÍA komst aðeins meira í takt við leikinn í seinni hálfleik en KR skapaði sér samt fleiri færi. Á 56. mínútu kom Óskar Örn Hauksson heimamönnum tveimur mörkum yfir með góðu marki. Skagamenn héldu samt áfram að berjast af krafti og reyna eins og hægt var að komast inn í leikinn.

Á 85. mínútu var brotið á Alberti Hafsteinssyni í vítateig KR og vítaspyrna réttilega dæmd. Úr spyrnunni skoraði Garðar Gunnlaugsson af öryggi og allt opið í leiknum.

Skagamenn reyndu að jafna metin undir lok leiksins en það tókst ekki að þessu sinni þrátt fyrir ágætar sóknarlotur. KR vann því leikinn 2-1.

Næsti leikur er svo gegn Fram í bikarnum á Norðurálsvelli miðvikudaginn 17. maí kl. 19:15.

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content