Eins og við höfum komið inná er það stefna Knattspyrnufélags ÍA að byggja meistaraflokkana sína upp á leikmönnum sem komið hafa upp í gegnum öflugt starf í yngri flokkum félagsins.
Sem lið í því hefur félagið nú gert fyrsta samning við fjórar ungar knattspyrnukonur, þær Ástu Maríu Búadóttur, Erlu Karitas Jóhannesdóttur, Katrínu Maríu Óskarsdóttur og Sigrúnu Evu Sigurðardóttur. Þær eru allar leikmenn 3. flokks en hafa jafnframt stigið sín fyrstu skref með meistaraflokki nú á undirbúningstímabilinu.
Ásta María hefur leikið 4 skráða leiki fyrir meistaraflokk en auk þess 81 leik fyrir 2.-4. flokk.
Erla Karitas hefur leikið 5 skráða leiki og skorað 2 mörk fyrir meistaraflokk en á auk þess að baki 56 leiki fyrir 3. og 4. flokk.
Katrín María hefur einnig leikið 5 skráða leiki fyrir meistaraflokk. Hún er markvörður og hefur tvisvar haldið hreinu í þeim leikjum. Þar að auki hefur hún leikið 66 leiki fyrir 2.-4. flokk og á að baki 1 leik fyrir U17 ára landsliðið.
Sigrún Eva hefur leikið 4 leiki með meistaraflokki og skorað eitt mark, en einnig 60 leiki í 3. og 4. flokki.
Við óskum stúlkunum til hamingju með sína fyrstu samninga, framtíðn er björt!
Áfram ÍA