ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

FH bar sigurorð af ÍA

FH bar sigurorð af ÍA

30/04/17

#2D2D33

Meistaraflokkur karla mætti FH í fyrsta leik Íslandsmótsins sem fram fór við góðar aðstæður á Norðurálsvelli.

 
FH byrjaði af krafti og strax á 15. mínútu skoraði Steven Lennon beint úr aukaspyrnu, sem hafði viðkomu í varnarvegg ÍA. Skagamenn fóru þá loksins almennilega í gang og á 28. mínútu skoraði Tryggvi Hrafn Haraldsson með góðum skalla eftir sendingu frá Alberti Hafsteinssyni.

 
Fimm mínútum síðar komst ÍA yfir þegar Tryggi Hrafn skoraði sitt annað mark með bylmingsskoti, eftir undirbúning frá Alberti Hafsteinssyni. Gestirnir voru þó fljótir að jafna metin því tveimur mínútum síðar skoraði Steven Lennon með þrumuskoti. Staðan í hálfleik var 2-2 og bæði lið að spila góðan fótbolta.

 
Skagamenn hófu svo seinni hálfleik af krafti og reyndu að komast yfir. Liðið fékk nokkur ágæt tækifæri til þess og Albert Hafsteinsson var óheppinn að koma ÍA ekki yfir þegar hann fékk gott marktækifæri sem misfórst. FH spilaði sinn bolta og skapaði nokkur ákjósanleg færi.

 
Um miðjan hálfleikinn komst FH yfir með marki frá Kristjáni Flóka Finnbogasyni. ÍA reyndi að jafna metin en undir lok leiksins nýtti FH eina af sínum lokasóknum sem Steven Lennon skoraði með góðu skoti.

 
Leikurinn endaði því 2-4 sigri FH í spennandi leik þar sem bæði lið fengu færi til að klára leikinn. Skagamenn mega vera sáttir með spilamennsku sinna manna sem börðust allan leikinn og lögðu sig alla fram.

 

Næsti leikur er svo gegn Val á Norðurálsvelli mánudaginn 8. maí kl. 19:15.

 

Að vanda var valinn maður leiksins úr Skagaliðinu og að þessu sinni varð Tryggvi Hrafn Haraldsson fyrir valinu. Hann fékk að launum gjafabréf fyrir tvo frá veitingastaðnum UNO.

 
ÍA 2-4 Valur
Steven Lennon (‘15)
Tryggvi Hrafn Haraldsson (‘28)
2-1 Tryggvi Hrafn Haraldsson (’33)
2-2 Steven Lennon (’35)
2-3 Kristján Flóki Finnbogason (’66)
2-4 Steven Lennon (’78)

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content