Firmakeppni Dreyra verður mánudaginn 1. maí n.k, 70 ára afmælisdagur, á Æðarodda og hefst kl: 14 með hópreið.
Keppt verður í pollaflokki (teymt), barnaflokki, unglingaflokki, karla- og kvennaflokki.
Skráning í félagsheimilinu mill 12:30 og 13:30.
Að venju verður okkar góða kaffi- og kökuhlaðborð að keppni lokinni ásamt verðlaunaafhendingu.
Önnur atriði:
- Mæting í hópreið er kl 13.45 á bak við félagsheimilið. Sigurður Ólafsson mun stýra hópreiðinni. Við hvetjum alla til að taka þátt og mæta í félagsbúningi, nýjum eða gömlum. Fyrsti félagsbúningurinn, gulu skikkjurnar góðu, verða til láns í hópreiðinni og vel við hæfi á stórafmælisdegi. – Ath. skráningu í hópreið á Fésbókarsíðu. – “Dreyri félagsmenn” ( til að áætla þátttökufjölda. – skiptir máli)
- Kökuhlaðborð: Við biðlum til félagsmanna að venju og treystum á að sem flestir komi með kökur og kræsingar á hlaðborðið. 🙂 Eins vantar okkur aðstoð í eldhús væri alveg hreint dýrðlega dásamlegt að fá nokkra sjálfboðaliða í það. Gott væri að fá kökur í hús milli 13 og 14.
- Bikarar: Þau sem fengu Firmakeppnisbikara í fyrra er beðin um að hafa þá tilbúna á vísum stað. Þeir verða sóttir um helgina.
- Firmastyrkir. Stjórn er núna að safna styrkjum frá einstaklingum og fyrirtækjum vegna Firmakeppni Dreyra. Við höfum samband við fyrirtæki og einstaklinga sem hafa styrkt okkur síðustu 2 ár. Eðlilega getum við ekki haft samband við alla félagsmenn eða öll fyrirtæki á starfssvæði félagsins. Þannig að … ef þú eða fyrirtæki þér tengt hefur áhuga á að vera með og styrkja félagið þá hafðu endilega samband við stjórnar meðlimi eða svara til baka á dreyri@gmail.com. Öll framlög eru vel þegin enda sannarlega næg verkefni á höndum félagsins sem kosta skildinginn.
Sjáumst á mánudaginn þann 1. maí.
Með kveðju
Stjórn Dreyra.
Ása Hólmarsdóttir, Hrafn Einarsson, Inga Ósk Jónsdóttir, Sigurður Ólafsson
Guðmundur G. Sigurðsson, Fjóla Lind Guðnadóttir, Sigurður Arnar Sigurðsson.