ÍA spilaði um helgina æfingaleik við Breiðablik sem fram fór í Fagralundi í Kópavogi. Þetta var liður í undirbúningi fyrir Íslandsmótið sem hefst um mánaðarmótin.
Skagamenn spiluðu virkilega vel í fyrri hálfleik og voru 0-2 að honum loknum. Þórður Þorsteinn Þórðarson skoraði fyrra markið með góðu skoti og Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði seinna markið úr skyndisókn eftir sendingu frá Þórði Þorsteini.
Í seinni hálfleik voru blikar sterkari og jöfnuðu metin með tveimur mörkum úr vítaspyrnum. ÍA fékk ágæt færi en það náðist ekki að nýta þau og 2-2 jafntefli niðurstaðan í fjörugum leik.